Nú lágu Danir í því

Ein helsta fréttin þessa dagana er af striðu sambandi Dana (og Norðmanna) við Mið-Austurlönd vegna þess að það birtist skopmynd af Múhammeð spámanni í Jótlandspóstinum.

Ég býst við því að Jótlandspósturinn hafi ekki haft neitt illt í hyggju með myndbirtingunni en hins vegar finnst mér fáfræði fjölmiðla mikil, bæði hérna heima og út í Danmörku. Miðað við hvað Mið-Austurlönd eru mikið í fréttum og það að Íslam er sú trúarhreyfing í heiminum sem vex hraðast, þá finnst mér að fréttamenn og stjórnmálamennsem taka sig alvarlega, ættu að vita að Múhammeð fyrirbað það að gerðar yrðu myndir af honum sem og myndir af Allah, m.a. til þess að forðast skurðgoðadýrkun og í því liggur líklega aðalástæða reiði múslima.
Ég viðurkenni fúslega að hérna er um að ræða árekstra á gildum. Friðhelgi trúarbragða og svo mál- og ritfrelsi. Hvað á svo að virða?

Að sumu leyti má líkja þessu við fjaðrafokið vegna Kristsímyndar sem listmaðurinn Andres Serrano gerði þar sem Kristur á krossinum hafi verið dýft í þvag listamannsins og svo líka Maríu-myndar Chris Ofili, gerðar úr m.a. fílaskít og skreytt úrklippum af kynfærum kvenna úr klámblöðum. Þessar myndir fóru vitaskuld fyrir brjóstið á mörgum en var það ekki réttur listamanna að tjá sig á þann hátt sem þeir vildu?

Eins öfugsnúið og það virðist verða, þá gengur betur nota tjáningarfrelsi að verja gerðir listamannana þar sem þeir voru vísvitandi að ögra með myndum sínum. Ég get ekki betur séð en að skopmyndagerð Jótlandspóstsins hafi ekki verið til að ögra vísvitandi heldur eins og pólítískum skopmyndum er oftast nær ætlað, að líta á málin út frá kaldhæðnu ljósi.

Kannski er spurningin hvort að hægt sé að skýla fáfræði á bak við tjáningarfrelsi.

Auglýsingar

Fyrsta færslan

Kannski finnst sumum ég hafa ómikið sjálfsálit að hafa notendanafnið „ofvitinn“ en þegar ég las Ofvitann eftir Þórberg Þórðarson, þá fann ég sjálfa mig asni oft í textanum. Stærsti munurinn er líklega sá að Ofvitinn var svo miklu saklausari en ég hef nokkurn tímann verið enda fæddist ég kaldhæðin.

Kannski eins gott enda hefur ekkert verið betra til þess að halda mér heillri á geði.