Stundum skrifa ég um sjálfa mig

Þetta verður eitt af þeim fáum skiptum þar sem ég verð með yfirlýsingar af persónulegu tagi.

Ég er nefnilega komin með nýja vinnu. Var ráðin í dag hjá Héraðsdómi Rvk sem dómsritari og hætti því að bera út póst. Sem er bara gott mál frá mínum bæjardyrum séð.

Fleira var það ekki í bili.

Auglýsingar

Syng minn söng

Það er gott að vita að það nennir einhver að lesa þetta.

Kannski er það þess vegna sem ég ætla að taka upp léttara hjal en í seinustu færslu.

Það eru blessuðu söngkeppnirnar sem eru núna aðalmálið.

Verð að segja að ég er miklu meira spennt fyrir Idolinu en Eurovision. Hef sterkari skoðanir og það allt. Eftir tvo fyrstu Smáralindarþættina, hélt ég að íslenska þjóðin væri búin að missa vitið með að greiða ekki nóg atkvæði með Margréti og Angelu til að halda þeim inni í keppninni.

Ég viðurkenni það strax að mér finnist Ragnheiður Sara vera best, þó svo það megi segja að Elfa hafi verið best í seinasta þætti en Ragnheiður Sara hef svo langsamlegasta bestu tæknina og svo hefur hún gullfallega rödd. Ekki það þau níu sem eru eftir eiga það eiginlega öll skilið að vera þarna. Þó svo Eiríkur sé líklegast sísti söngvarinn af þeim, þá gerir hann eins vel og hann getur og það ber svo sannaralega að virða það.

Akkurat núna eru mestu vonbrigðin skipuleggjendur keppnirnar með þemavalið. Hvað er í gangi að setja diskóþemað strax á eftir hippaþemanu og svo fæðingarársþemanu? Plús veit ég ekki alveg hvað Idol-skipuleggjendurnir hér (og úti) eru að yfirleitt að pæla með þessu diskóþema? Sé einhver tónlist búin til í stúdíói, þá er það diskó með öllum hljóðblöndunum og ofanítekningunum í trökkin og það allt. Plús ef þetta á að hljóma eitthvað skárr en karaoke live, þá þarf live band, ekki bara playback.

Persónulega hefði ég viljað sjá einhvers konar íslenskt þema næst. Þau þurfa að fara syngja íslensk lög. Búin að fá nóg af lélegum framburði og því öllu.

Hvað varðar Eurovision, þá læt ég þá keppni í léttu rúmi liggja. Það eru bara tvö lög í keppninni sem eru eitthvað yfir meðalmennsku hvað varðar svona alvöru tónsmíðar og það eru lögin sem Trausti Bjarnason samdi og Regína Ósk og Guðrún Árný sungu. Kannski að því að þau lög reyndu á þær stórgóðu söngkonur. Það er nefnilega svolítið annað að heyra í söngkonum sem þeim sem hafa raddir sem spanna stórt tónsvið og svo raddlausa grepið hana Birgittu Haukdal. Hún er sjarmerandi, ég gef henni það en hún væri engan veginn fræg ef hún venjulega væri ekki að flytja lög eftir snillinginn hann Vigga í Írafár.

Þetta sagt, þá eiginlega held ég með Silvíu Nótt þó svo ég hafi venjulega ekki haft það mikinn húmor fyrir henni. En í eins kitsch keppni og Eurovision, virkar bara stórvel að hafa fyndið atriði. Ég meina, það muna allir eftir Guido hinum þýska og svo Austurríkismanninum sem hafði pappahljómsveit á sviðinu. Silvía Nótt er flottara atriði en þeir tveir, með sitt gervi og svo dansarana. Björn Thors er sko vanur að dansa í vinningsatriðum í söngvakeppnum (dansaði þegar MH vann söngvakeppni framhaldsskólana 1997). Svo er hún Ágústa Eva bara hörkusöngkona og betri en margir af söngvurnum sem sungu í þessari undankeppni Eurovision.

Bara spurning hvort hægt sé að þýða textann hennar á meiri ensku en hann er þegar fyrir. 🙂