Stjórnleysinginn í okkur öllum

Þegar menn sem ákærðir er fyrir að lemja löggu, eru sagðir brjóta gegn "valdstjórninni", þá sprettur fram í mér anarkisti bara út af orðalaginu. "Valdstjórn", það hljómar eins og löggan sé bara þarna til að berja á hinum almenna borgara (sem hún auðvitað er ekki þarna til að gera).

Lögfræðimál. Það er bara engu líkt.

Auglýsingar

Nýjungagirni

Það er svolítið merkilegt hvað maður þarf að prófa allt. Stundum reynir maður að streitast lengi á móti. Ég ætlaði að t.d. aldrei að skrá mig á MySpace en sjáið bara hvað gerðist. Svo þegar koma ný útlitsþemu fyrir bloggþjónusturnar sem maður notar, þá verður maður að prófa eins og þið sjáið á þessu bloggi. Mér finnst reyndar þetta þema vera meira „ég“ ef svo má að orði komast en það sem var fyrir.

Mig langar líka voðalega að próf nýju bloggþjónustuna hjá Mogganum, virðist flottari en það sem er á visir.is en hvað á ég þá að gera við öll þessi blogg? Ég blogga nógu sjaldan hérna.

íturvaxin snót

Eins og kannski flestir vita sem þekkja mig, þá er ég Harry Potter aðdáandi og finnst J.K. Rowling vera frábær höfundur og það sem kannski meira er, frábær manneskja.

Hún á heimasíðu sem er með þeim flottari, www.jkrowling.com og uppfærir þar svona af og til, stundum um bækurnar og stundum um hugðarefni sín. Í dag var uppfærsla þar sem hún talaði um staðaltýpur og hvernig yfirborðskennd og hégóma væri hyllt og í okkar samfélagi væri það í raun og veru verra að vera feitur en t.d. að vera grunnhyggin eða leiðinlegur. (Hérna er beinn hlekkur á færsluna).

Það er kannski ekki beint gott fyrir heilsuna að vera of feitur en ég veit að mikill meirihluti þeirra sem eru með aukakíló, vita að þeir séu of þungir og langar til að gera eitthvað í því. Það er hinsvegar ekki auðvelt og ég þoli ekki að þegar fólk þykist vera betri en ég bara vegna þess að það er grannara. Enda tek ég ekki mark á svoleiðis fólki.