Propaganda! Propaganda!

Fyrir þá sem ekki vita, þá er ég með mastersgráðu í áróðri. (Reyndar stúdíu á áróðri þó svo ég myndi alveg treysta mér setja saman góða áróðursherferð).

Ég sýti það mjög að hafa ekki verið búin að uppgötva YouTube þegar ég var að reyna að láta mér detta í hug eitthvað til að skrifa um í lokaritgerðinni. Vegna þess að það er rosalega gaman að fletta upp hinum ýmsustu áróðursmyndböndum þar og lesa svo kommentin. Las eitthvað bullandi Japan-hatur í kommentunum á Norðu-kóresku áróðursmyndbandi. Fræðimaðurinn fann til sín.

Talandi um áróður. Sjónvarpsauglýsingin frá Orkuveitunni fær mig alltaf til að hlæja.

Auglýsingar

Mikið var að beljan bar

Mér hefur borist umkvörtun þess efnis að ég uppfæri þetta blogg ekki nógu oft.

Ég held bara að ég hafi lent í erfiðleikum með efnistökin. Hafði ætlað þetta fyrir stað fyrir hugrenningar mínar og svo þegar allt kemur til alls, þá dettur mér ekkert í hug til að skrifa hérna.

Ég get ekki einu sinni bloggað um bækurnar sem ég er að lesa vegna þess að ég virðist varla komast í gegnum nokkurra. Vandamálið er kannski að ég er bara reynda að gera hitt og þetta í frítímanum. Alltaf að skrifa eitthvað og líður illa þegar ég er ekki að skrifa sem þýðir reyndar að ég sit mikið fyrir framan sjónvarpið og læt mér líða illa.

Ja, reynar verður maður að horfa á sjónvarpið til að uppfylla dramakvótann. America’s Next Top Model og svo Project Runway. Tíska og dramatík. Besta blandan.

En ef ykkur langar að leggja eitthvað gott til málanna, þá megið þið mæla með einhverjum góðum íslenskum bókum fyrir mig að lesa (og þið getið sleppt því að nefna Arnald Indriða – er að reyna að vinna mig í gegnum Mýrina en klunnaleg samtölin eru að fara pínu í taugarnar á mér).