Hreint rokk

Ég veit ekki með ykkur en ég er orðin geðveikt spennt fyrir Rockstar Supernova. Á meðan ég fíla allar Idol-keppnirnar ágætlega, þá verð ég að segja að það er gaman að sjá svona seasoned performers eins og maður sér í Rockstar Supernova. Og kannski er það líka vegna þess að það er oftar sem mér finnst lögin sjálf góð í Rockstar en í Idol.

Svo er þjóðarstoltið farið að segja til sín. Magni kallinn stendur sig alveg frábærlega. Miklu betur en mér hefði nokkurn tímann dottið í hug. Það hefur líklegast mest með það að gera að mér finnst sveitaballatónlist leiðinleg og því aldrei hlusta á Á Móti Sól. Ekki það að þar sem ég var að horfa á Rockstar Supernova á YouTube (nenni nú ekki að fara að vaka eftir þessu en vill samt sjá það áður en endursýningin er daginn eftir), þá tjékkaði ég á einu myndbandi með Á Móti Sól. Vá, maður. Magna leiddist svo augljóslega að vera syngja þetta popprokk. Það er ekkert skrýtið að maður hafi bara ekki áttað sig á að hann er geðveikt hæfileikaríkur.

Og svo getur hann eitt sem alls ekki margir Íslendingar geta. Hann getur sungið á ensku og náð réttum áherslum. Þeir sem hafa séð íslenska Idolið kannast væntanlega við þegar íslenska áherslan brýst í gegn og gerir lagið ekki alveg jafn fullkomið fyrir vikið.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: