Myndir og svona

Var í „pössun“ fyrir austan um helgina. Þessi börn systur minnar eru orkumikil. Ég þarf bara að jafna mig.

Haukur Þór er skemmtilega frakkur krakki. Við fórum með mömmu í Strikið á Selfossi í dag og hann tók einhvern bol sem var of stór á hann og fór með hann til afgreiðslumannsins og var að spyrjast fyrir um verð og slíkt, eins og fólk gerir í búðum. Þegar afgreiðslumaðurinn fór að benda honum á að flíkin væri of stór á hann, þá sagðist Haukur Þór bara ætla að nota belti til að láta bolinn passa. Hann deyr sko ekki ráðalaus, hann Haukur.

Ég tók nokkrar myndir sem má sjá á Flickr svæðinu mínu, þið vitið hvar má finna linkinn.

Auglýsingar

Að hlakka til

Ég get ekkert að því gert en það bara alltaf svo frábært þegar maður hlakkar til einhvers.

Þessa dagana hlakka ég til þess að fara að heimsækja hana Elínu Örnu í Brno í Tékklandi. Hún er þar núna sem skiptinemi frá Bifröst og er án efa að skemmta sér vel. Ég ætla svo að heimsækja hana í nokkra daga í lok október.

Vonandi get ég skrifað eitthvað skemmtilegt um það ferðalag hérna.