Bara alveg köld

Ég held að ég sé búin að fá nett ógeð á fólki. Ekki ykkur, vinum og fjölskyldu, en þessu fólki sem maður er alltaf að heyra um í fréttunum. Það er orðið slæmt þegar maður nennir ekki einu sinni að hafa skoðun á Árna Johnsen (ég get nú alltaf bara haft gömlu skoðunina, þarf svo sem ekkert að hafa fyrir henni). Svo er ég bara líka með ógeð á fólki sem er ekkert í fréttunum. Ég segi þetta kannski bara út af því að ég lenti í böggi um helgina en það er öllum fyrir bestu að ég fari ekki út í þá sálma.

Og kannski er ég bara svona pirruð núna því að mér er svo fjandi kalt á tánum. Gleymdi nefnilega ullarsokkunum. Ekki gott í öllum þessum snjó sem Reykjavíkurborg getur ekki sýnt sóma sinn í að ryðja af gangstéttnum.

Það er alltaf svolítið frelsandi að vera mánudagskverúlant.

Auglýsingar

Afslöppun í Tékklandi

Þá er maður kominn heim aftur eftir alltof stutta ferð en hún var þrátt fyrir það, mjög góð.

Tékkland er yndislegt og Brno var bara svo afslappaður staður að ég gat bara engann veginn stressað mig þarna og þó svo að ég þyrfti að sofa á gólfinu hjá Elínu, þá bara leið mér eins og blómi í eggi.

Afslöppunin var svo mikil að ég gerði fjanda kornið ekki neitt nema að éta og drekka og spjalla við Elínu. Náði að kaupa eitt par af skóm og sígarettukarton og fara eina ferð til þorps ekki svo langt frá Brno þar sem var sýning á myndum eftir Alfons Mucha. Það var yndislegt að koma til þorpsins, það var svo friðsælt og fallegt.

Það er eitthvað róandi við svona landslag eins og er í Tékklandi, hæðir og skógar. Ekki ósvipað og er í Englandi.

En allt tekur enda og ég var bara í þrjá daga þarna. Gisti svo eina nótt í London í bakaleiðinni. Það var bara fínt, jafnvel þó ég hafi næstum misst kúlið í H&M og Mothercare þegar ég var að kaupa barnaföt fyrir Agnesi. Það er nefnilega heavý-vinna að reyna að eyða 15 þús. krónum í barnaföt í London, allavega ef maður er að versla í búðum eins og H&M og Mothercare. Ég náði ekki að klára peninginn sem Agnes lét mig fá en kom samt með tvo fulla poka.

En til Tékklands skal ég fara fljótt aftur.

Það eru svo myndir á flickrinu. Smellið bara á myndina af mér þarna fyrir neðan. 🙂