*blæs rykið af blogginu*

Merkilegt hvað eitthvað smá mál getur eyðilagt daginn fyrir manni. Þetta hefði getað verið frekar ágætur dagur ef þetta smá mál hefði ekki komið upp á.

Annars ætlaði hún „Inga Dóra“ að segja ykkur (ef einhver er ennþá að lesa) svona upp og ofan af því hvers vegna hún ætlar ekki í Meistarann í ár.

Ég sagði við Loga þegar hann hringdi í mig, að ég væri svolítið hrædd um að ég væri að fá spurningaleiða og það er ekkert langt frá sannleikanum.  Ég þjáðist nett af því eftir Gettu Betur, gat varla horft á sjónvarpið þegar Gettu Betur var í gangi.

Svo er ég bara svolítið þreytt á því að þurfa að tala við alla sem ég hitti um keppnina. Það var þannig í fyrra og þar sem ég vinn á stórum vinnustað (og lögfræðingar rosalegir spurninganördar), þá væri ég bara endalaust að ræða þetta.  Veit að þetta hljómar ekki neitt vel en svona er þetta.

Og ég held að það verði bara gaman að vera áhorfandi. 🙂

Auglýsingar