Hæ! Mér leiðist í vinnunni

Ég man eftir því háleita markmiði sem ég ætlaði mér með þetta blogg. Ætlaði að gerast málefnaleg og svona.

Eitthvað hefur það farið fyrir lítið enda geri ég lítið annað en að hrista hausinn yfir heimsku og græðgi mannanna þessa daganna.

Enda hentar föstudagseftirmiðdegi ekki til mikilla pælinga.

Frekar skulum við horfa á skemmtilegt brot úr Smack the Pony:

 

Auglýsingar

Ha? Nei, ég er ekki að fara yfir um.

Tek hér við uppástungum um hvað ég á að gera þegar ég verð búin að skrifa upp síðustu yfirheyrsluna úr Baugsmálinu í næstu viku. Hvað lætur ykkur líða eins og belju sem hefur verið sleppt úr að vori?

Enn fremur finnst mér rétt að benda á  musicovery.com. Bara snilld.

Því miður gefst ekki tími til að segja frá fleiru í þetta skiptið.

Súrt regn

Er ekki ágætt að miða við að uppfæra þetta blogg svona á mánaðarfresti?

Reyndar var ég með færslu í smíðum í þó nokkurn tíma um klám en svo var sú tugga of tuggin jafnvel fyrir mig svo ég hlífi ykkur fyrir því.

En hvað er með þennan enska texta að nýja júróvisjón laginu? „A passion killed by acid rain, a roller coaster in my brain“ og svo eitthvað sem hljómar eins og „rock’n’ roll will heal your soul, while broken hearts will suck on trolls.“ Nokkuð viss um að ég er ekki að heyra seinasta partinn þarna rétt (ég vil ekki trúa því að það sé „suck on trolls“ en það er það sem ég heyri) en kannski ættu júróvísjóntextar bara að vera svona efni í kissthisguy vitleysu.

Kannski verður „A passion killed by acid rain, a roller coaster in my brain“ bara á sama stalli og „Lorraine in the rain“ (Búlgaría 2005).

Hinsvegar geta júróvísjónlög orðið klassík eins og þetta hérna að neðan: