Tveir þumlar niður

Voðalega geta kvikmyndagagnrýnendur í dagblöðunum verið fúlir og reyndar bara ekki kvikmyndagagnrýnendur.

Ég skil að manni líki ekki myndin, hljómplatan, tónleikarnir eða leikritið, en sumir gagnrýnendur hljóma eins og litlir krakkar sem hafa verið pínd til að sitja í gegnum leiðinlegt fjölskylduboð og hafa svo ekki fengið sleikjóinn sem þeim var lofað á eftir. Þeir hafa svo sem ekki pláss til að vera margorðir en það hafa heldur ekki gagnrýnendurnir hjá Empire t.d. og þeir geta alveg rakkað í myndir án þess að hljóma eins og frekir litlir krakkar.

(Þessar hugleiðingar voru í boði vælsins í Heiðu Jóhannsdóttur hjá Mogganum og Frey Gígju hjá Fréttablaðinu út af Pirates of the Caribbean: At World’s End.)

Auglýsingar

Farið að förlast

Ég var með svo æðislegan póst í huganum þegar ég settist niður til að skrifa en eins og svo oft áður þá er það bara gleymt núna. Reyndar get ég sagt ykkur frá því að ég er búin að setja nýjar myndir inn á Flickrið. Nokkrar af Gíslínu og Hauki Þór og svo myndir af hænuungunum sem gistu hérna í fyrri nótt og eru núna komnir til Vopnafjarðar. Þeir voru nú voðalega mikil krútt þótt að þeir hefðu vakið mig klukkan fimm að morgni.

Jú, nú man ég hvað ég ætlaði að skrifa um.

Ég fór að segja mömmu frá einum lögmanninum sem kæmi stundum í þinghöld og væri gamall skólafélagi minn. Sem var svo til þess að ég náði í Roðrullu sem var símaskráin í Hagaskóla. Ég á ennþá skránna úr 10. bekk. Ég renni augunum yfir 10. bekkinn og það eru alltof margir þar sem ég man bara ekki hverjir eru. Og þó nokkrir sem ég er viss um að ég sé að rugla saman við einhverja aðra. Mér finnst þetta ekki nógu gott. Það eru að vísu 12 ár síðan ég var í Hagaskóla og það voru um 200 manns í árganginum en  samt finnst mér asnalega að vera búin að gleyma svona mörgum.

Tvær færslur á sama deginum!

Ég ætlaði ekki að skrifa aðra færslu strax en ég get bara ekki orða bundist.

Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að Siv Friðleifsdóttir sé dottin út af þingi. Og í dag þegar ég var að keyra úr Smáralindinni (fór í snyrtivöruleiðangur þangað), sá ég flettispjald með auglýsingu þar sem Siv er í heitum faðmlögum við Samúel Örn Erlingsson.  Maður hefði haldið að þau hefðu betri hnöppun að hneppa en að leika í rómantískum gamanmyndum. Ég held að það auki ekki fylgi.

hár og fyndir kettir

Ég nenni ekki að tala um Baugsdóminn svo ég set bara lolcat mynd hérna í staðinn.

mahcamouflage.jpg

(fleiri svona myndir á http://icanhascheezburger.com/)

Reyndar þá snýst þessi uppfærsla um nýju hárgreiðsluna mína! Já, núna er ég komin með nýjan lit (ennþá með rautt hár þó) og svo aðeins breytta línu í hár. Var nefnilega hármódel í prófi hjá henni Agnesi vinkonu minni.

0009k8rk.jpg

Hvernig lýst ykkur á?