Luncheon meat

Ég þurfti að eyða einni færslunni á þessu bloggi í gær eða fyrradag. Ég var að fá u.þ.b. hundruðustu tilkynninguna um svona „spam“ komment á henni þrátt fyrir að ég hefði skrifað hana fyrir meira en ári síðan. Það nefnilega loksins rann upp fyrir mér ljós. Ég hafði verið að tala um auglýsingar um stinningarlyf sem að gengu þá í fjölmiðlunum og nefndi á nafn tvær þekktar tegundir stinningarlyfja. Það hefur komið „spam“ botunum til og þeir haldið að ég vildi vita um bestu dílana á slíkum lyfjum.

Mér hefur fundist „spam“ frekar fyndið fyrirbæri þó hvimleitt sé (reyndar mæli ég með gmail til að losna við mesta ruslið, spam filterinn hjá þeim virkar og hann tekur ekk óvart alvörutölvupóstinn). Maður veltir fyrir sér hverjir í ansk. kaupa sér stinningarlyf og annað slíkt í gegnum svona auglýsingar.  Ég get bara ekki trúað það sé til í alvörunni fólk sem hugsar „hey, þetta hlýtur að virka fyrir sprellann minn!“ þegar það sér subjectlínuna: Having a large and nice member is affordable now (eða þaðan af verri fyrirsagnir).

Auglýsingar

Aðlaðandi er konan ánægð

Eitt af uppáhaldsorðunum mínum á ensku er sögnin „to procrastinate“ – það er ekki til almennileg íslensk þýðing yfir þetta en slóra kemst næst þessu. Þetta er einfaldlega þegar maður gerir eitthvað annað (eða gerir ekki neitt) þegar maður þarf eiginlega að gera ákveðna hluti – t.d. eins og að læra, vinna eða taka til.

Núna í kvöld hefði ég nefnilega átt að læra smávegis en í staðinn fór ég að taka til í beauty boxinu mínu. Þar sem ég hef ekkert gert það í svona ca. tvö ár, þá var það kannski eitthvað sem ég þurfti að gera strax þó svo að þegar ég hófst handa, var það augljóst að þess þyrfti með.

Fyrir þá sem ekki vita, þá hef ég smá æði fyrir snyrtivörum. Ég nota kannski ekki svo mikið af þeim dagsdaglega – púður, maskara, eyeliner og gloss eða eitthvað svoleiðis og þá helst það sama dag eftir dag. Ég nota t.d. ekki augnskuggafernuna mína sem er með fjólubláum, túrkísbláum, eplagrænum og gulum augnskuggum svona í vinnunni. Samt hennti ég henni ekki áðan. Ég henti hinsvegar varalit, ef varalit skyldi kalla, sem að ég keypti þegar ég var með Sirrý út í London 1999. Hann var glær með glimmer, mjög svona virðulegur og klæðilegur eða þannig. Með þetta í huga og einnig þá staðreynd að maður á helst ekki að nota varaliti og gloss sem eru eldri en þriggja ára, fór þessi varalitur í ruslafötuna.  Mikið af því sem fór í ruslafötuna, var stuff sem var einmitt í tísku fyrir allt að því áratug síðan. Glimmer dót og svona. Ég get ekki beðið þessi fimmtán-tuttugu ára sem tekur snyrtivörutrenda að komast aftur í tísku.

Eitthvað af því sem lenti í ruslafötunni voru snyrtivörur sem að ég hafði keypt að ábendingu afgreiðslufólks, m.a. meik sem var ca. tveimur tónum of dökkt. Hvað er þetta með mikið af fólki sem vinnur við að selja snyrtivörur, getur það ekki leiðbeint almennilega? Sérstaklega þar sem það reynir að selja manni dýrari vörurnar. Það er bara í Hygeu sem ég hef ekki fengið slæmar ráðleggingar. Ég þoli t.d. ekki fyrirkomulagið í Debenhams. Þangað fer maður bara ef manni vantar eitthvað ákveðið. Ég er t.d. mjög glöð að MAC er komið með eigin búð í Kringlunni.

Stærstu breytingarnar þó hjá mér við að það taka til í beauty boxinu mínu, voru ekki þær að ég losaði mig við svona einn þriðja af innihaldi þessi heldur það að ég ákvað loksins að hætta hugsa um Urban Decay sem uppáhalds snyrtivörumerkið mitt. Ég skipti kannski um skoðun ef að umbúðirnar þeirra verða betri. Mér finnst litirnir hjá þeim geggjaðir og ótrúlega klæðilegir en ég þoli ekki þegar gloss leka eða þegar túban rifnar bara í sundur eða þegar maður hættir að geta skrúfað pensilinn upp úr. (Já, þetta kom fyrir þrjú af þeim fjórum Urban Decay glossum sem að ég hef eignast um ævina).

Imbinn

Ég er hætt að horfa á sjónvarp.

Ókei, það er ekki alveg satt en samt ekki fjarri lagi. Málið er að ég tók meðvitaða ákvörðun um að ég myndi ekki nenna að reyna að halda í við heila dóbíu af framhaldsþáttum þó svo ég gæti jafnvel hlaðið þeim niður af netinu og horft á þá þegar ég vil. Ég bara hef ekki tíma nema fyrir svona c.a. tvo þætti og fyrir valinu urðu America’s Next Top Model því að stelpur í dramakasti eru alltaf skemmtilega og Bones sem ég féll óvænt fyrir. Á meðan liggja þættir eins og Heroes óbættir hjá garði. Maður nælir sér kannski í þá einhvern tímann til að horfa á DVD eða eitthvað.

Það er eiginlega fyndið hvað maður þarf að hafa fyrir því að horfa á sjónvarp þó svo athöfnin sjálf sé frekar átakalaus, annað hvort að sitja upp í rúmi með lappann að horfa á það sem maður var að hlaða niður eða í hægindastól fyrir framan sjónvarpið. Málið er hinsvegar að finna þáttinn á netinu, hlaða honum niður sem tekur tíma og svo að finna tímann til að horfa á þáttinn. Eða þá passa að maður hafi tíma til að horfa á þáttinn á tilteknum tíma í sjónvarpinu.

Sorry, en eins og líf mitt er þessa dagana, þá yrðu það bara einar áhyggjurnar í viðbót og ég get alveg verið án þeirra.

Hinsvegar virðist ég yfirleitt alltaf hafa tíma til að horfa á sjónvarpip á milli fimm og sjö virka daga. Sem þýðir að ég horfi á Glæstar vonir, Nágranna, smá af Dr Phil eða einhvern matreiðsluþátt á BBC Food og fréttirnar. En það er eingöngu afslöppun. 🙂

Á daga mína drifið

Það sem virðist blífa til þess að ég muni eftir að blogga hérna, er þegar fólk kvartar undan því að ég bloggi eitthvað. Ég held að þetta hafi eitthvað með það að gera að ég þurfi að vita af því að það nenni einhver að lesa það sem ég skrifa.

Ég hef t.d. ekkert sagt frá Noregsferðinni sem var mjög vel heppnuð að flestu leyti. Osló er reyndar hryllilega dýr borg en það var samt mjög gaman að koma þangað. Hótelið var mjög gott – sérstaklega þar sem maður er ekki vanur öðru en svona budget hótelum og farfuglaheimilum þegar maður fer til útlanda. Það var þvílíkur lúxus að hafa mínibar og sjónvarp inn á herberginu, svo sé ekki talað um það að maður gat þú snúið sér við á baðherberginu. Ég og Begga gátum verið tvær að mála okkur í einu á baðinu.

Annars hefur lífið sitt vanagang, allavega í vinnunni, en ofan á það bætist svo skólinn með sínu stressi og veseni. Ég verð nú svolítið pirruð á þessu WebCT sem við eigum að nota. Það hleðst svo hægt inn í tölvuna og svo má ekki updeita Java ef maður ætlar að nota það en Java er frekar pirrandi með það að minna mann í sífellu að maður ætti að updeita það.

Ég á að vera með svona dæmi um kennslustund í næstu staðlotu í skólanum.  Ég var alveg lens með hvað nákvæmlega ég ætti að fjalla um í kennslustundinni vegna þess að það var bara svo margt sem hægt var að fjalla um. Ég spurði sögufóbíkið hana systur mína um hvað ég ætti að fjalla og hún nefndi 1918 og mér leist vel á það. Það er af mörgu að taka, frostaveturinn mikli, fullveldi Íslendinga, spænska veikin og svo ef maður leitar út fyrir landssteinana, þá eru það lok fyrri heimstyrjaldarinnar.

Ég tók myndir út í Osló og þið getið séð þær ef þið smellið á Flickr hlekkinn eða hérna.