Imbinn

Ég er hætt að horfa á sjónvarp.

Ókei, það er ekki alveg satt en samt ekki fjarri lagi. Málið er að ég tók meðvitaða ákvörðun um að ég myndi ekki nenna að reyna að halda í við heila dóbíu af framhaldsþáttum þó svo ég gæti jafnvel hlaðið þeim niður af netinu og horft á þá þegar ég vil. Ég bara hef ekki tíma nema fyrir svona c.a. tvo þætti og fyrir valinu urðu America’s Next Top Model því að stelpur í dramakasti eru alltaf skemmtilega og Bones sem ég féll óvænt fyrir. Á meðan liggja þættir eins og Heroes óbættir hjá garði. Maður nælir sér kannski í þá einhvern tímann til að horfa á DVD eða eitthvað.

Það er eiginlega fyndið hvað maður þarf að hafa fyrir því að horfa á sjónvarp þó svo athöfnin sjálf sé frekar átakalaus, annað hvort að sitja upp í rúmi með lappann að horfa á það sem maður var að hlaða niður eða í hægindastól fyrir framan sjónvarpið. Málið er hinsvegar að finna þáttinn á netinu, hlaða honum niður sem tekur tíma og svo að finna tímann til að horfa á þáttinn. Eða þá passa að maður hafi tíma til að horfa á þáttinn á tilteknum tíma í sjónvarpinu.

Sorry, en eins og líf mitt er þessa dagana, þá yrðu það bara einar áhyggjurnar í viðbót og ég get alveg verið án þeirra.

Hinsvegar virðist ég yfirleitt alltaf hafa tíma til að horfa á sjónvarpip á milli fimm og sjö virka daga. Sem þýðir að ég horfi á Glæstar vonir, Nágranna, smá af Dr Phil eða einhvern matreiðsluþátt á BBC Food og fréttirnar. En það er eingöngu afslöppun. 🙂

Auglýsingar

2 athugasemdir (+add yours?)

 1. Begga
  Okt 23, 2007 @ 20:11:08

  ohh… ég vildi að ég hefði BBC Food – i just love it

  🙂

  Svara

 2. Kolfinna
  Okt 24, 2007 @ 16:10:38

  Gallinn við sjónvarpsþætti er að það er svo miklu skemmtilegra að horfa á heila seríu (eða fleiri en eina) á frekar stuttum tíma heldur en einn þátt á viku allan veturinn. Að ég tali nú ekki um hversu mikil skuldbinding það er að muna hvenær þeir eru á dagskrá.

  Svara

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: