Að segja eitthvað

Stundum langar mig að rífast. Stundum langar mig að segja eitthvað. En ég lærði fyrir löngu að yfirleitt er best að þegja þó svo maður sé handviss um að maður viti betur. Ég þegi ekki alltaf og það hefur alveg hvinið í mér við fólk þegar það talar niðrandi um samkynhneigða eða er með áberandi kynþáttafordóma. Ég læt yfirleitt xenófóbíuna vera enda yrði maður fljótt vitlaus ef maður ætlaði eitthvað reyna skamma fólk fyrir slíkt.

En það er bara svo ótrúlega oft sem ég þarf að sitja á mér. Kannski vegna þess að ég er eins og manneskjan sem var að skrifa í Stúdentablaðið sem kom með Fréttablaðinu í dag. Ég held að ég sé óumburðarlynd gagnvart óumburðarlyndi. Óumburðarlyndi og fordómar eru svo mikið eitur í mínum beinum að mig langar oft að tukta fólk til sem hefur slíkt uppi.  Það vekur hjá mér líkamleg óþægindi – ég finn hverning boðefnin þjóta í heilanum á mér og hvernig nýrnahetturnar hamast við að dæla út hormónum.

En kannski vegna þess að ég kemst í svona líkamlegan ham, þá hef ég frekar stjórn á þessu og reyni sleppa því að lenda í rifildi.

En spurningin er auðvitað hvort að maður eigi ekki segja eitthvað. Því maður hefur rétt fyrir sér. 🙂

Auglýsingar

Ein athugasemd (+add yours?)

  1. BKBen
    Jan 23, 2008 @ 09:04:57

    jæja Inga Þóra – hvernig væri nú að fara segja eitthvað???!!

    Kv, af 3. hæðinni –

    Svara

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: