Um blogg, nafnleysi og nethegðun

Ég horfði á innslag í Íslandi í dag á Stöð tvö áðan um nafnlausa bloggara, ábyrgð og hegðun þeirra í sambandi við nafnlaus skrif sem höfðu birst á Moggablogginu um sóknarprestinn á Akureyri.

Í innslaginu var eitthvað imprað því hvort að það ætti að setja lög yfir nafnlausa bloggara og netverja og hvort að það væri að hefta málfrelsi eða hvort að það væri eðlileg kurteisi að koma fram undir nafni á netinu.

Persónulega þá held ég að fólk ætti að vera í fullu frelsi að skapa sér þá netpersónu og/eða nánd sem það vill svo lengi sem það brjóti ekki lög.

En geta lög náð yfir nafnleysinga? Flestar fyrirtæki sem rekar bloggþjónustur, t.d. WordPress sem ég er að nota núna, hafa ákveðnar reglur, í skilmálum WordPress segir m.a.

the Content is not obscene, libelous or defamatory (more info on what that means), hateful or racially or ethnically objectionable, and does not violate the privacy or publicity rights of any third party;

Telji maður eitthvað vera meiðyrði, þá skal hinn sami tilkynna það til vefstjóra WordPress og þeir geta gert viðeigandi ráðstafanir eins og loka viðkomandi bloggi.

Þetta sama er náttúrulega hægt á Moggablogginu sem styrinn stendur um núna. Mjög svipaða klausu má finna í skilmálum þeirra. Nú veit ég ekki hvort að það sé nýlega tilkomið. Þar er líka boðið upp á að fólk hafi samband við vefstjóra ef manni finnst einhver vera brjóta skilmálana.

En Moggabloggið er svolítið ólíkt WordPresskerfinu. Hérna er maður eyland og maður getur svo sem verið það á Moggablogginu en það er mjög auðvelt að gera sig afar sýnilegan með því að gera athugasemdir við fréttir á vefnum eða finna vinsælustu bloggin og skilja eftir athugasemdir þar. Á margan hátt líkist Moggabloggskerfið öðru bloggkerfi sem ég þekki mjög vel, Livejournal. Þar sem það er svona samfélagskerfi – þá hefur verið komið á sjálfboðaliðskerfi sem fjallar um umkvartanir fólks um innihald annarra. Þeir sem bjóða sig fram, eru sjálfir notendur þjónustunnar og eru henni kunnugir.

Kannski er það eitthvað sem hugnaðist bæði þeim sem vilja koma böndum yfir nafnleysingjana og þá sem finnast að boð og bönn gangist ekki.

Reyndar er eitt sem hefur gangnast vel gegn nafnleysingjunum sem standa í skítkasti  – hvernig sem maður skilgreinir þá. Bara látast sem maður sjái þá ekki – og kannski dunda sér við skoða Flame Warrior listann og finna rétta skilgreiningu fyrir þá.

Það er reyndar svolítið leiðinlegt hversu margir eru bara Jerk.

Auglýsingar

Bíbb, bíbb

 Þetta myndband er í tilefni þess að nú flauta allir bílar í miðbænum. Hitt er svo látið ósagt hvort þetta myndband sé sett hér til stuðnings þessum látum í miðbænum.