Að verja vinnuna sína

Ég byrjaði á því að skrifa voða manifesto um dómskerfi og hvernig fólk misskildi það o.s.fv. Það er svo merkilegt hvað manni er sárt um vinnustað sinn. Hinsvegar held ég að þetta blogg sé alls ekki vettvangur fyrir slíkt.

Svo er ég viss um að ég þurfi að halda upp vörnum fyrir minn næsta atvinnuvettvang, framhaldsskólann.

Mér er rosalega annt um það skólastig. Kannski vegna þess að það fer fram svo fallegur þroski á framhaldsskólaárunum – þegar ungt fólk fer að beita gagnrýnni hugsun á sjálft sig, umhverfi sitt, samfélag sitt – þegar það fínpússar þau tól sem þau þurfa til þess að móta sjálfa sig sem þroskaða og fullorðna einstaklinga.

Ég vona bara að ég verði enn á þessari skoðun eftir að hafa kynnst kennslunni fyrir alvöru.

Auglýsingar