Ættarmótið 2008
Just driving around

Originally uploaded by ingathora23

Sá eitthvern auglýsingasnepil í dag þar sem stóð eitthvað á þá leið: „Aðalvinningur: PS3 Talva.“ Það tók mig langan tíma að átta mig hvaða fyrirbæri talva væri.

Hvað um það, ég mætti á ættarmót um helgina. Reyndar ekki fyrr en á laugardeginum þar sem að ég var á seinustu vaktinni í Héraðsdómi Reykjavíkur. Allt fór þetta vel fram nema þegar fjölskyldan ákvað að láta göngutúr verða að lögreglumáli eftir að hún móðir mín lenti í því að hestur felldi hana um koll. Þrátt fyrir brotna tönn og laskað hné, lætur hún ekki illa af sér. Ég vona líka að Sædís líti ekki lengur út eins og Huggy Ragnarsson en hún datt af hestbaki og fékk högg á efri vörina svo að hún leit út fyrir að hafa brugðið sér í varafyllingu.

Að venju tók ég myndir sem má finna hér meðal annars.

Og að lokum er hér til hliðar myndband af Hauki Þór ökusnillingi.

Auglýsingar

Kellinganöldur

Loksins er maður orðin kelling. Fór með mömmu í nokkrar búðir á Laugaveginum í dag og endaði á að kaupa skyrtu í Bernharð Laxdal.

Nú þarf maður að kaupa sér hettupeysu eða eitthvað í Smash til að fá fram aldursjöfnun svo maður verði ekki sextugur fyrir aldur fram.

Hvað um það, ég átti skilið smá retail therapy eftir vinnudaginn. Ég meina það, þetta er þriðja sumarið sem ég er allavega eitthvað viðloðandi Héraðsdóm á meðan flestir eru í frí og það verður allt eitthvern veginn svo kreisí. Ekki endilega eitthvað meira að gera heldur meira svona bögg.

En ég valdi að nota ekki mikið af sumarfríinu mínu „vegna þess að ég hafði þannig lagað ekkert að gera” – já, those will be famous last words.