Bókafíkill flytur

Ég er alltaf farin að skilja betur og betur hvers vegna þau gömlu héldu sig á sömu þúfunni þrátt fyrir að mér þætti það alveg ægilega leiðinlegt þegar ég var ellefu ára eða svo. Það er nefnilega svo ótrúlega leiðinlegt að pakka.

Þegar ég fór til Englands, varð ég að skera svo við nögl þar sem ég tók með mér, að það var ekkert flóknara eða meira en að pakka fyrir utanlandsferð. (Allavega svona í minningunni).

Svo stend ég frammi fyrir því að koma öllu draslinu í bílinn minn sem er ekki beint gerður fyrir flutninga. Úff, úff. Og samt sér ekki högg á vatni með bækurnar mínar t.d. Mér dettur nefnilega ekki í hug að taka þær allar með mér, svona með tilliti til þess að kjallaraíbúðin sem ég mun búa í Akureyri, er ekki sérstaklega stór. Ég er heldur ekki viss um hvað ég ætti að gera við megnið af þeim, sérstaklega þar sem ég á margar bækur sem ég hef varla litið í. Stundum óska ég þess að BookCrossing væri stærra fyrirbæri á Íslandi eða kannski hef ég bara ekki komið á staðina þar sem það væri heppilegt að skilja bók eftir í þeim tilgangi að einhvern annar taki hana upp og lesi. Þetta er örugglega vegna þess hversu dýrar bækur eru á Íslandi, allavega þær sem koma út á íslensku.

Svo hef ég pínu áhyggjur af því að búa í náinni göngufjarlægð frá Eymundsson og svo líka fornbókabúð þarna á Akureyri.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: