Með dót og drasl á Akureyri

Eins og ég sagði í síðustu færslu, ég er alltaf að skilja betur og betur af hverju foreldrar mínir héldu sig á sömu þúfunni lengi, lengi. Mikið djöfuls puð er þetta.

Ferðin norður í gær gekk vonum framar og það gekk líka vel að afferma bílinn. Toyotan stóð sig mjög vel sem flutningabíll enda var afar vel raðað í hana þökk sé systur minni og mági. Ég hef svo verið að koma mér fyrir bæði í gær og í dag. Verslaði svolítið í dag en alls ekkert allt sem mig vantar. En ég get sagt ykkur að það er fullt af búðum hérna á Akureyri. Það er sko hægt að versla ýmislegt um allan bæ.

Núna er ég með stofuna mína fulla af hlutum sem á eftir að klára að koma saman. Næstum búin að setja saman sjónvarpsskápinn, ég á bara eftir að fá lánað stjörnuskrúfjárn hjá þeim á efri hæðinni til að festa hjólin undir hann og svo er að tengja sjónvarpið og DVD spilarann og þá er það allt komið. Svo keypti ég skrifborðsstól en ég veit ekki alveg hvað ég á að gera vegna þess að ég sé ekki alveg hvernig hjólin eiga að koma undir. Það er nefnilega eins og leiðbeiningarnar geri ráð fyrir hjólin séu áföst á fætinum. En þau eru það ekki og það er enginn skrúfgangur svo ekki á að skrúfa þau í fótinn. Kannski ég verði bara að hringja í Rúmfó og kvarta eða eitthvað.

Annars er íbúðin sæt og fín og voða björt. Svona fyrir utan það að ég vil hafa dregið niður í stofunni en NB ég hef alið næstum allan minn aldur á þriðju hæð og er ekki alveg búin að venja þessu að hafa fólk gangandi fram hjá glugganum mínum.

Auglýsingar

Ein athugasemd (+add yours?)

 1. Sirrý systir
  Ágú 20, 2008 @ 21:41:22

  hæ elsku kerlingin mín.
  Gott að það gekk vel hjá þér norður. Vonandi tekst þér að koma hjólunum undir stólinn, þetta getur verið þó nokkuð bras. Það er margt hægt að versla á Akureyri, ég hef stundum spáð í að fara í verslunarferð þangað. Hér eru allir hressir og nú er afmælisveislum lokið í bili þannig að nú er slökun framundan.
  kv. Sirrý

  Svara

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: