Myndir segja meira en mörg þúsund orð

Hressandi vetrarmyndir.

27-10-08_1701

Bíllinn minn.

27-10-08_1702

Bíllinn minn er alveg á kafi.

27-10-08_1703

Snjófjallið hinu megin við götuna.

Auglýsingar

Sumarið var stutt …

Það er komin vetur á Akureyri, svona 5 cm djúpur snjór og snjókoma. Enda voru nemendurnir mínir ekki að flýta sér í tímann kl. 8.15 í morgun.

Nú er gott að eiga heima í næsta húsi við vinnustaðinn, það get ég sagt. Ekki hefði ég nett að skafa bílinn til þess að fara á honum í morgun. Sjáum til hvort ég verði í stuði fyrir hina vikulegu Bónusferð á morgun. Þarf líka að fara í endurvinnsluna með pappakassa en það hefur reyndar setið á hakanum lengi svo það gæti bara setið áfram á hakanum.

Til gamans má nefna að Flugfélag Íslands býður upp á flug um helgina til Akureyrar fyrir 5000 kr hvora leið. Langar ekki öllum að koma norður í snjóinn? 😉

Tilraun til að létta andrúmsloftið

Hverjum langar ekki að fá smá breik frá kreppuumræðunni og öðru slíku? Eða þá bandarísku forsetakosningunum?

Þess vegna ætti fólk að létta sína lund með því að líta á þessa stórskemmtilegu hlekki.

Fyrst er að nefna Cakewrecks, blogg þar sem kökuskreytingarslysum eru gerð skil.

Maður hefur verið grafin í gröfum allt sitt líf en hérna er síða sem gerir gröf skemmtileg.

Internetið er fullt af videóum en þetta hérna um góðu lögguna og barnalögguna er með þeim betri.

Og fyrir þá sem vilja gera grín að þessu öllu saman, kreppunni og hinu, þá skulu þeir hinir sömu ekki leita lengra en á Baggalút. Ég dýrka þjóðbloggin.

Ef ykkur hefur ekki stokkið bros eftir að hafa skoðað þessa hlekki, þá get ég lítið gert fyrir ykkur.

Nýju skemmtistaðirnir mínir

Hér er ég og held bara áfram að kenna menntskælingum sögu þrátt fyrir að það virðist að við eigum eftir að enda aftur á járnöld. Ég segi ekki steinöld því við hljótum að finna leiðir til að brúka málminn í öllum bílunum sem við eigum ekki eftir að geta notað þegar við erum búin með olíubrigðirnar.

Allt í lagt. Þetta er kannski ekki tíminn fyrir svona gálgahúmor.

Það er hressandi að sitja í „leðrinu“ í löngu frímínútum. „Leðrið“ er partur af kennarastofunni hérna í MA og svolítið stássstofuleg með Kjarval, Jón Þorleifs og Gunnlaug Blöndal á veggjunum og þetta fína græna betrekk á veggjunum. Pólítíkin er rædd þar í löngu frímínútum og að menntamannasið þá er þarna vinstri-sinnað fólk með þvottekta skoðanir á málunum. Það eru líka góðar umræður hinu megin við þilið í því sem ég held að heiti græna herbergið en þar ber kennsluna og slíkt meira á góma. Svo er það kaffihornið okkar þarna Undir bláhimni (vinnustofan sem ég er á heitir þessu skemmtilega nafni) en þar er líka margt skrafað.

Ætli ég hnuskist út á morgun og fari og eyði peningum í kreppunni? Ég þarf nefnilega að kaupa straujárn.