Nýja árið og smá kattarfár

Gleðilegt nýtt ár til ykkar sem kynnu að lesa þetta blogg. Árið 2009 ætlar að byrja með látum hjá mér því nú er skollin á prófatíð í MA og mikið stuð varðandi prófasamningu, yfirsetur og svo þarf maður víst að fara yfir einhver próf líka.

Ég var í minni fyrstu yfirsetu í dag og það gekk nokkuð áfallalaust þó svo blessaðir nemendurnir gerðu tilraunir til að spyrja mig um spurningar á prófinu sem var nota bene efnafræðipróf. Allt er hey í harðindum segi ég.

Hátíðarnar voru mjög indælar en það var eiginlega gott að komast aftur í vinnuna þrátt fyrir að ég gæti alveg hugsað mér að halda áfram að sofa út og svona.

Hérna eru tvö myndbandsbrot af því sem ég tók mér fyrir hendur um hátíðarnar.

Myndband 1

Myndband 2

(Þetta er Gandalfur, kettlingurinn hennar Ásu vinkonu minnar og það er ég sem er atast þarna í greyinu).

Auglýsingar

4 athugasemdir (+add yours?)

 1. Sirrý systir
  Jan 08, 2009 @ 23:02:20

  Ég sem stóð í þeirri trú að þú værir kattavinur. En hvað um það kötturinn virðist skemmta sér vel. Gangi þér vel í vinnunni og láttu ekki blessaða unglingana plata þig til að svara fyrir sig efnafræðispurningum. Þau gætu fallið, eða þannig. Hafðu það sem best heyri kannski frá þér fljótlega.
  kv. Sirrý

  Svara

 2. sigrún
  Jan 10, 2009 @ 19:13:21

  Gleðilegt ár! Takk fyrir það gamla. Hélt að þú mundir láta sjá þig á gamla vinnustaðnum í jólafríinu (kannski hefur þú gert það, var sjálf í fríi) Kv. SAN

  Svara

 3. Fanney
  Jan 21, 2009 @ 13:03:05

  bara kvitta 🙂

  Gleðilegt ár.. og jól..og allt það.. sjáumst vonandi hressar fljótlega 🙂

  Svara

 4. Begga
  Feb 16, 2009 @ 21:58:32

  Sæl mín kæra.

  Er farin að lengja eftir færslu.

  Kveðja Begga.

  Svara

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: