Vetrarblús á Akureyri

Það er snjór á Akureyri en það er ekkert nýtt. Ég held reyndar að það væri bara skrýtið þegar snjórinn loksins fer. Væntanlega verður það að þannig að maður getur bara keyrt í Drive um allt á sjálfskipta bílnum sínum og þvíumlíkt. Það var nefnilega stuð að festast í rampanum frá Glerártorgi upp á Þórunnarstræti á mánudaginn. Ég þurfti að bakka niður, setja í low drive og gefa í til að komast upp.

En mér dettur ekki í hug að kvarta undan snjónum.

Annars ætlaði ég að fara að sofa snemma í gærkvöldi sem og ég gerði. En mér leið samt eins og undinni tusku þegar ég vaknaði, mig dreymdi nefnilega snáka í alla nótt. Ég las mér til um hvað það gæti hugsanlega táknað. Hugnaðist illa fraudíska skýringin þó svo hún útskýri vel af hverju ég var þreytt.

Læt það svo fylgja í lokin að ég er alls ekki með á nótunum og áttaði mig bara ekki á því að þeir hefðu ákveðið að hafa Gettu Betur á laugardegi. Öðruvísi mér áður brá.

Auglýsingar