Ætli vorið sé komið?

Það er víst ár og dagur síðan ég uppfærði þetta blogg seinast. Ég held á tíma hafi mér fundist eins og það eina sem væri að gerast á Akureyri væri snjór og meiri snjór.

Á ekki alveg við núna þó svo fjöllin séu enn vel hvít. Ég held nefnilega að hitastigið hafi skriðið upp í tveggja stafa tölu í dag. Þó lét veturinn vita af sér á föstudagskvöldið þegar það var ógeðslegt slydduél út um allt.

Líklegast muni ég svo ekkert hafa miklar áhyggjur af akureyskum snjó næsta vetur þar sem ég verð mun líklega í Reykjavík. Það bara virðist engum vanta sögukennara. 😦 Og ég veit ekkert hvað ég er að fara að gera af mér í Reykjavík.

En þar sem ég nenni eiginlega ekkert að velta mér upp úr þessu eða öðrum leiðinlegum hlutum eins og stjórnmálum, þá ætla ég að tala um sæta stráka. Ég hef alveg rosalega gaman af svona listum þar sem fallegt fólk eru sett niður á lista. Það getur verið gaman þegar maður er alls ekkert sammála listunum. Það kemur oft fyrir með breska lista þar sem helmingurinn er fólk sem maður getur samþykkt að sé myndarlegt en hinn helmingurinn er barasta ekkert myndarlegur. Svo er náttúrulega fólk sem getur verið að einhverjum finnist myndarlegt en mér svo sannarlega ekki. T.d. Vin Diesel.

Reyndar var ég að komast að því að ég hef mjög svipaðan smekk og samkynhneigðir karlmenn. Þessi listi er valin af samkynhneigðum karlmönnum og ég er bara sammála flestu þarna. Slefa kannski ekki yfir alveg öllum en er mjög sátt á heildina litið.

Auglýsingar