Rykið blásið af

Ég held að það sé um eitt og hálft ár síðan ég setti færslu hérna inn seinast. En núna ætla ég að reyna koma þessu bloggi aftur af stað.

Það er reyndar góð ástæða fyrir því. Ég ætla nefnilega í ferðalag til Japans fljótlega. Meiningin er að reyna halda einhvers konar ferðadagbók um það ferðalag hérna á þessu bloggi. Sjáum til hvernig það gengur. En ég mun fljúga út þann 14. mars svo það er stutt þangað til.

 

Auglýsingar