Stór í Japan

Þotuþreytan situr enn í mér. Þrátt fyrir lítinn svefn undanfarið og langflug. vaknaði ég um miðja nótt því ég var svo svöng, sem sagt um kvöldmatarleytið á Íslandi,

Flugið gekk allt saman vel þó svo að ég hefði viljað sofa meira þar. Þreytan sótti mjög fljót á mig þegar ég steig upp í rútuna sem flutti mig frá Narita flugvelli til Tokorozawa lestarstöðvarinnar þar sem ég hitti Elínu. Missti sem sagt af því að sjá Tokyo út um rútugluggann. Hef örugglega tækifæri seinna.

Gærdagurinn leið sem sagt hjá í þotuþreytu og hitaþreytu (frekar heitt og rakt í Japan núna) og þar svo sem skeði ekki neitt sem í frásögur færandi nema augun á mér voru jafnstór og undirskálar og þannig var það í dag.

Nokkrir hlutir sem ég hef uppgötvað síðastliðna tvo daga:

1. Ég er alltaf að sjá mömmu mína hérna. Það eru svo margar konur hérna á hennar aldri með svipaða hárgreiðslu og hún og gleraugu.

2. Bílarnir hérna eru margir hverjir eins og stækkaðir leikfangabílar.

3. Ég vissi að Japanir elska allt sem er krúttlegt en ég áttaði mig ekki á því að það á við um eldri kynslóðina líka.

4. Maturinn hérna er scary! Og ef einhver hefur haldið að hérna væri sushi selt á hverju götuhorni, þá skjöplast þeim.

Það er svolítið merkilegt að sitja í neðanjarðarlest og var eina manneskjan sem er ekki japönsk í vagninum. Þá komum við að titli póstsins. Það er langt síðan að ég taldist lítil og pen en hérna er ég eins og tröll. Á alla kanta. Mér finnst ég varla getað komist inn í sum húsin hérna.

En ég læt stærð mína ekki aftar mér að skoða mig um. Áðan skoðaði ég Koedo og Kita-in hofið í Kawagoe. Ansi áhugavert. Ég er alveg að fíla friðsældina við Búddahofin.

Ég á eftir að hlaða inn myndum fljótlega en núna ætla ég að hætta mér í það að smakka samloku og djús sem ég var að kaupa í búðinni á horninu.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: