Á leiðarenda

Auðvitað er Ísland kalt og blautt. Það er kannski bara svolítið hressandi eftir allan rakann og hitann í Japan.

Ég held að ég þurfi núna að fara í svona aðlögun eins og litlu börnin fara í þegar þau byrja á leikskóla. Aðlögun að daglega lífinu á Íslandi. Vegna þess að ég sit hérna og langar bara mest af öllu að getað hoppað upp í lest til að fara að skoða hof eða fara í onsen.

Mér finnst t.d. allt voða lítið núna. Kaupmannahöfn er á stærð við Hveragerði … eða það fannst mér þegar við flugum yfir Kaupmannahöfn í gær. Og hvar er allt fólkið? Mér fannst t.d. ekkert fólk á Kastrup og Leifsstöð var eins og eyðimörk (reyndar var flugið mitt eina flugið sem var að koma á þeim tíma akkúrat).

Á sunnudagskvöldið fórum við Elín í onsen. Meiri hlutanum af sunnudeginum var eytt í svefn þar sem við vorum fram undir morgun í karaoke boxi að syngja okkur raddlaus. Svo hefðum við alveg mátt drekka minna shochu (shochu er brennt japanskt áfengi). En ég ætlaði að tala um onsen. Onsen eru heitar laugar en í Japan hefur myndast ákveðin menning í kringum það að fara í onsen. Og svo eru oft heilt spa-dæmi kringum onsenin. Við fórum t.d. í svettherbergi áður en við fórum svo í eiginlega onsenið. Og það er ekki bara ein laug heldur margar litlar laugar, bæði úti og inni.

Á mánudaginn í frekar miklum hita, brugðum við okkur í Yasukuni Jinja sem er hof í Tokyo tileinkað þeim sem hafa fallið í stríði fyrir Japan frá Meiji tímabilinu. Samkvæmt shinto eru kami eða andar þeirra þarna í hofinu.

Yasukuni Jinja er umdeilt fyrir margar sakir, m.a. eru dæmdir stríðsglæpamenn úr seinni heimsstyrjöldinni heiðraðir þarna. Svo er þarna safn sem segir sögu japanskra stríða síðan frá Meiji tímabilinu og já, við skulum segja að þeirra frásögn af þátttöku Japana í seinni heimsstyrjöldin er frá afar áhugaverðu sjónarhorni svo meira sé ekki sagt.

Það er enginn vafi á því að mig langar til Japan aftur þrátt fyrir að ég var næstum heilan sólarhring samfleytt á ferðalagi til að komast heim. Þetta er land mikilla andstæðna – framandi og kunnugulegt í senn og á margan hátt best lýst í þessari mynd:

Doreamon & Buddha

Japan í hnotskurn

Mér finnst nefnilega Japan togast á milli þess að vera andlegt (Búddastytturnar) og þess að vera materalískt (Doreamon styttan)

Auglýsingar

Ein athugasemd (+add yours?)

  1. salinasmullen40682
    Apr 08, 2016 @ 10:51:04

    I fear that it is usually a gut feeling sort of approach for me. I don’t have a conscious system for figuring it out…nCarla, MINITEX Come on http://tropaadet.dk/salinasmullen40682081845

    Svara

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: