Enn á lífi

Ég vildi bara deila með ykkur að ég lifði af fyrsta kennsludaginn. Ég var alls enginn afburðakennari í dag og ég verð örugglega hundrað ár að læra nöfnin á öllum krökkunum eða kannski níutíu, eitt nafn á ári því að ég kenni níutíu krökkum. Fínir krakkar þó.

Það verða örugglega einhverjar sögur til segja frá seinna.

Vildi líka deila með ykkur þessu myndbandi eða auglýsingu réttara sagt. Ég held að ein af monsunum mínum sé ennþá til.

Auglýsingar

Luncheon meat

Ég þurfti að eyða einni færslunni á þessu bloggi í gær eða fyrradag. Ég var að fá u.þ.b. hundruðustu tilkynninguna um svona „spam“ komment á henni þrátt fyrir að ég hefði skrifað hana fyrir meira en ári síðan. Það nefnilega loksins rann upp fyrir mér ljós. Ég hafði verið að tala um auglýsingar um stinningarlyf sem að gengu þá í fjölmiðlunum og nefndi á nafn tvær þekktar tegundir stinningarlyfja. Það hefur komið „spam“ botunum til og þeir haldið að ég vildi vita um bestu dílana á slíkum lyfjum.

Mér hefur fundist „spam“ frekar fyndið fyrirbæri þó hvimleitt sé (reyndar mæli ég með gmail til að losna við mesta ruslið, spam filterinn hjá þeim virkar og hann tekur ekk óvart alvörutölvupóstinn). Maður veltir fyrir sér hverjir í ansk. kaupa sér stinningarlyf og annað slíkt í gegnum svona auglýsingar.  Ég get bara ekki trúað það sé til í alvörunni fólk sem hugsar „hey, þetta hlýtur að virka fyrir sprellann minn!“ þegar það sér subjectlínuna: Having a large and nice member is affordable now (eða þaðan af verri fyrirsagnir).

Tvær færslur á sama deginum!

Ég ætlaði ekki að skrifa aðra færslu strax en ég get bara ekki orða bundist.

Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að Siv Friðleifsdóttir sé dottin út af þingi. Og í dag þegar ég var að keyra úr Smáralindinni (fór í snyrtivöruleiðangur þangað), sá ég flettispjald með auglýsingu þar sem Siv er í heitum faðmlögum við Samúel Örn Erlingsson.  Maður hefði haldið að þau hefðu betri hnöppun að hneppa en að leika í rómantískum gamanmyndum. Ég held að það auki ekki fylgi.

Propaganda! Propaganda!

Fyrir þá sem ekki vita, þá er ég með mastersgráðu í áróðri. (Reyndar stúdíu á áróðri þó svo ég myndi alveg treysta mér setja saman góða áróðursherferð).

Ég sýti það mjög að hafa ekki verið búin að uppgötva YouTube þegar ég var að reyna að láta mér detta í hug eitthvað til að skrifa um í lokaritgerðinni. Vegna þess að það er rosalega gaman að fletta upp hinum ýmsustu áróðursmyndböndum þar og lesa svo kommentin. Las eitthvað bullandi Japan-hatur í kommentunum á Norðu-kóresku áróðursmyndbandi. Fræðimaðurinn fann til sín.

Talandi um áróður. Sjónvarpsauglýsingin frá Orkuveitunni fær mig alltaf til að hlæja.