Tilraun til að létta andrúmsloftið

Hverjum langar ekki að fá smá breik frá kreppuumræðunni og öðru slíku? Eða þá bandarísku forsetakosningunum?

Þess vegna ætti fólk að létta sína lund með því að líta á þessa stórskemmtilegu hlekki.

Fyrst er að nefna Cakewrecks, blogg þar sem kökuskreytingarslysum eru gerð skil.

Maður hefur verið grafin í gröfum allt sitt líf en hérna er síða sem gerir gröf skemmtileg.

Internetið er fullt af videóum en þetta hérna um góðu lögguna og barnalögguna er með þeim betri.

Og fyrir þá sem vilja gera grín að þessu öllu saman, kreppunni og hinu, þá skulu þeir hinir sömu ekki leita lengra en á Baggalút. Ég dýrka þjóðbloggin.

Ef ykkur hefur ekki stokkið bros eftir að hafa skoðað þessa hlekki, þá get ég lítið gert fyrir ykkur.

Auglýsingar

Margt að sjá

Til þess að eitthvað gerist á þessu bloggi, þá ætla ég að tengja á þrjú myndbönd.

Sarah Silverman er amerískur grínisti og er þekkt fyrir frekar grófan húmor sinn. Kærastinn hennar er Jimmy Kimmel sem er spjallþáttastjórnandi.

Sarah sendi Jimmy þetta myndband sem hann sýndi í þættinum sínum – augljóslega.

Jimmy notaði tækifærið og sendi Söruh tóninn í þessu myndbandi.

Og hérna er svo spoof video. Ykkur til upplýsingar, þá er Seth Rogen er gaurinn úr Knocked Up sem var líka í The 40 Year Old Virgin og Undeclared og Freaks and Geeks fyrir þá sem sáu þá þætti. Skrifaði líka Superbad sem ég er ennþá ekki búin að sjá en langar til að sjá.

Um merkilegt fólk og fleira

Maður þarf að fara að uppfæra þetta oftar. Það er svo margt sem mig langar að tala um.

Skólinn er nú eitt en ég veit ekki hversu áhugavert sé að heyra um hann. Ég held að ég geymi það þangað til að ég verð byrjuð í æfingakennslunni, þ.e.a.s. ef ég fæ einhvern til að kenna hjá. Þessir kennarar vilja bara ekki svara tölvupóstum. (Á meðan ég var að skrifa þessa færslu þá kom tölvupóstur frá einum af þeim sem ég hafði samband við. Sá kenndi mér þegar ég var í MH.)

Mér var nú ansi brugðið þegar ég frétti í gærkvöldi að Heath Ledger væri látinn. Einn af mínum uppáhaldsleikurum og jafngamall mér. Frammistaða hans í Brokeback Mountain (sem er ein besta kvikmynd sem gerð hefur verið) var betri en orð fá lýst. Ég mæli svo sannarlega með henni. Einnig held ég mikið upp á aðrar myndir með honum eins og Knight’s Tale, 10 Things I Hate About You og Ned Kelly. Ég held að það megi segja að þetta sé kvikmyndaheiminum og kvikmyndaunnendum harmdauði, hvað þá fjölskyldu hans.

 En svo ég taki upp léttara tal, The Daily Show sem heitir A Daily Show á meðan handritshöfundaverkfallinu stendur,  sýndi í gærkvöldi fyrri hlutann af tveimur um þátttöku Íslendinga í Írak. Þeim sem leikur forvitinn að sjá þetta, smellið hér og veljið „Operation Deserter Storm“ af sleðalistanum í miðjunni. Ef að þið eruð að lesa þetta eitthvað eftir 23. janúar, þá mæli ég með að þið smellið þar sem segir videos í stikunni þarna upp og finnið myndbandið þar. Gaman var að sjá Stefán Pálsson í viðtali þarna.

Og talandi um gamla Gettu Betur keppendur og dómara, ég horfði á Ármann Jakobsson í Sunndagskastljósinu hjá Evu Maríu Jónsdóttir. Það fannst mér gott viðtal enda finnst mér heilmikið til Ármanns koma. Hann á m.a. heiðurinn að hafa skrifað afarskemmtilega en umfram allt góða fræðibók um konungasögu sem heitir Í leit að konungi. En hann sagði ýmislegt merkilegt. Eins og þegar hann lýsti lífstíl sínum og hvernig hann lætur ekki toga sig í allar áttir. Og ég gat verið sammála honum með að svara spurningum í Gettu Betur. Mér fannst t.d. ég geta svarað miklu meira þegar ég var undir pressu og að keppa en ég get nokkurn tímann sitjandi heima í stofu að horfa á spurningakeppni. Það kannski útskýrir að hluta til minni oft á tíðum takmarkaða áhuga á að horfa á spurningakeppnir í sjónvarpinu. Ég geri það oft eingöngu af skyldurækni.

hár og fyndir kettir

Ég nenni ekki að tala um Baugsdóminn svo ég set bara lolcat mynd hérna í staðinn.

mahcamouflage.jpg

(fleiri svona myndir á http://icanhascheezburger.com/)

Reyndar þá snýst þessi uppfærsla um nýju hárgreiðsluna mína! Já, núna er ég komin með nýjan lit (ennþá með rautt hár þó) og svo aðeins breytta línu í hár. Var nefnilega hármódel í prófi hjá henni Agnesi vinkonu minni.

0009k8rk.jpg

Hvernig lýst ykkur á?

Hæ! Mér leiðist í vinnunni

Ég man eftir því háleita markmiði sem ég ætlaði mér með þetta blogg. Ætlaði að gerast málefnaleg og svona.

Eitthvað hefur það farið fyrir lítið enda geri ég lítið annað en að hrista hausinn yfir heimsku og græðgi mannanna þessa daganna.

Enda hentar föstudagseftirmiðdegi ekki til mikilla pælinga.

Frekar skulum við horfa á skemmtilegt brot úr Smack the Pony: