Hreint rokk

Ég veit ekki með ykkur en ég er orðin geðveikt spennt fyrir Rockstar Supernova. Á meðan ég fíla allar Idol-keppnirnar ágætlega, þá verð ég að segja að það er gaman að sjá svona seasoned performers eins og maður sér í Rockstar Supernova. Og kannski er það líka vegna þess að það er oftar sem mér finnst lögin sjálf góð í Rockstar en í Idol.

Svo er þjóðarstoltið farið að segja til sín. Magni kallinn stendur sig alveg frábærlega. Miklu betur en mér hefði nokkurn tímann dottið í hug. Það hefur líklegast mest með það að gera að mér finnst sveitaballatónlist leiðinleg og því aldrei hlusta á Á Móti Sól. Ekki það að þar sem ég var að horfa á Rockstar Supernova á YouTube (nenni nú ekki að fara að vaka eftir þessu en vill samt sjá það áður en endursýningin er daginn eftir), þá tjékkaði ég á einu myndbandi með Á Móti Sól. Vá, maður. Magna leiddist svo augljóslega að vera syngja þetta popprokk. Það er ekkert skrýtið að maður hafi bara ekki áttað sig á að hann er geðveikt hæfileikaríkur.

Og svo getur hann eitt sem alls ekki margir Íslendingar geta. Hann getur sungið á ensku og náð réttum áherslum. Þeir sem hafa séð íslenska Idolið kannast væntanlega við þegar íslenska áherslan brýst í gegn og gerir lagið ekki alveg jafn fullkomið fyrir vikið.

Auglýsingar

Propaganda! Propaganda!

Fyrir þá sem ekki vita, þá er ég með mastersgráðu í áróðri. (Reyndar stúdíu á áróðri þó svo ég myndi alveg treysta mér setja saman góða áróðursherferð).

Ég sýti það mjög að hafa ekki verið búin að uppgötva YouTube þegar ég var að reyna að láta mér detta í hug eitthvað til að skrifa um í lokaritgerðinni. Vegna þess að það er rosalega gaman að fletta upp hinum ýmsustu áróðursmyndböndum þar og lesa svo kommentin. Las eitthvað bullandi Japan-hatur í kommentunum á Norðu-kóresku áróðursmyndbandi. Fræðimaðurinn fann til sín.

Talandi um áróður. Sjónvarpsauglýsingin frá Orkuveitunni fær mig alltaf til að hlæja.

Mikið var að beljan bar

Mér hefur borist umkvörtun þess efnis að ég uppfæri þetta blogg ekki nógu oft.

Ég held bara að ég hafi lent í erfiðleikum með efnistökin. Hafði ætlað þetta fyrir stað fyrir hugrenningar mínar og svo þegar allt kemur til alls, þá dettur mér ekkert í hug til að skrifa hérna.

Ég get ekki einu sinni bloggað um bækurnar sem ég er að lesa vegna þess að ég virðist varla komast í gegnum nokkurra. Vandamálið er kannski að ég er bara reynda að gera hitt og þetta í frítímanum. Alltaf að skrifa eitthvað og líður illa þegar ég er ekki að skrifa sem þýðir reyndar að ég sit mikið fyrir framan sjónvarpið og læt mér líða illa.

Ja, reynar verður maður að horfa á sjónvarpið til að uppfylla dramakvótann. America’s Next Top Model og svo Project Runway. Tíska og dramatík. Besta blandan.

En ef ykkur langar að leggja eitthvað gott til málanna, þá megið þið mæla með einhverjum góðum íslenskum bókum fyrir mig að lesa (og þið getið sleppt því að nefna Arnald Indriða – er að reyna að vinna mig í gegnum Mýrina en klunnaleg samtölin eru að fara pínu í taugarnar á mér).

Réttindi samkynhneigðra

Ég held að það sé ekki hægt að gera annað en fagna þeirri leiðréttingu á grundvallarmannréttindum sem gerð verður þann 27. þessa mánaðar. (Sjá nánar hér).

Auðvitað vil ég sjá þetta ná lengra eins og það að leyfa samkynhneigðum að ganga í hjónaband. Hvað hafa andmælendur þess að styðjast við? Biblíuna? 

Ég nenni ekki að fara út í trúfræðilegar og sagnfræðilegar pælingar hér en það eru bara ekki allir kristnir og hér ríkir trúfrelsi. Og svo er hjónabandið tilkomið sem veraldleg stofnun vegna eignaréttar. 

Reynar nenni ég ekki að fara sjálf út í þá sálma og linka frekar á þetta frábæra clip úr The Daily Show, þar sem Jon Steward hrekur ofan í einhvern kappa öll hans rök um að hjónaband samkynhneigðra séu fjölskyldunni hættuleg. Best er að hann reynir að benda á einhver "vandamál" sem þær þjóðir sem hafa leyft hjónabönd samkynhneigðra eigi að glíma við. Hvað sem gæti verið að í Noregi eða Svíþjóð, ja, líttu þér nær manni. Ameríka er í miklu meiri vanda en þessar þjóðir. 

Syng minn söng

Það er gott að vita að það nennir einhver að lesa þetta.

Kannski er það þess vegna sem ég ætla að taka upp léttara hjal en í seinustu færslu.

Það eru blessuðu söngkeppnirnar sem eru núna aðalmálið.

Verð að segja að ég er miklu meira spennt fyrir Idolinu en Eurovision. Hef sterkari skoðanir og það allt. Eftir tvo fyrstu Smáralindarþættina, hélt ég að íslenska þjóðin væri búin að missa vitið með að greiða ekki nóg atkvæði með Margréti og Angelu til að halda þeim inni í keppninni.

Ég viðurkenni það strax að mér finnist Ragnheiður Sara vera best, þó svo það megi segja að Elfa hafi verið best í seinasta þætti en Ragnheiður Sara hef svo langsamlegasta bestu tæknina og svo hefur hún gullfallega rödd. Ekki það þau níu sem eru eftir eiga það eiginlega öll skilið að vera þarna. Þó svo Eiríkur sé líklegast sísti söngvarinn af þeim, þá gerir hann eins vel og hann getur og það ber svo sannaralega að virða það.

Akkurat núna eru mestu vonbrigðin skipuleggjendur keppnirnar með þemavalið. Hvað er í gangi að setja diskóþemað strax á eftir hippaþemanu og svo fæðingarársþemanu? Plús veit ég ekki alveg hvað Idol-skipuleggjendurnir hér (og úti) eru að yfirleitt að pæla með þessu diskóþema? Sé einhver tónlist búin til í stúdíói, þá er það diskó með öllum hljóðblöndunum og ofanítekningunum í trökkin og það allt. Plús ef þetta á að hljóma eitthvað skárr en karaoke live, þá þarf live band, ekki bara playback.

Persónulega hefði ég viljað sjá einhvers konar íslenskt þema næst. Þau þurfa að fara syngja íslensk lög. Búin að fá nóg af lélegum framburði og því öllu.

Hvað varðar Eurovision, þá læt ég þá keppni í léttu rúmi liggja. Það eru bara tvö lög í keppninni sem eru eitthvað yfir meðalmennsku hvað varðar svona alvöru tónsmíðar og það eru lögin sem Trausti Bjarnason samdi og Regína Ósk og Guðrún Árný sungu. Kannski að því að þau lög reyndu á þær stórgóðu söngkonur. Það er nefnilega svolítið annað að heyra í söngkonum sem þeim sem hafa raddir sem spanna stórt tónsvið og svo raddlausa grepið hana Birgittu Haukdal. Hún er sjarmerandi, ég gef henni það en hún væri engan veginn fræg ef hún venjulega væri ekki að flytja lög eftir snillinginn hann Vigga í Írafár.

Þetta sagt, þá eiginlega held ég með Silvíu Nótt þó svo ég hafi venjulega ekki haft það mikinn húmor fyrir henni. En í eins kitsch keppni og Eurovision, virkar bara stórvel að hafa fyndið atriði. Ég meina, það muna allir eftir Guido hinum þýska og svo Austurríkismanninum sem hafði pappahljómsveit á sviðinu. Silvía Nótt er flottara atriði en þeir tveir, með sitt gervi og svo dansarana. Björn Thors er sko vanur að dansa í vinningsatriðum í söngvakeppnum (dansaði þegar MH vann söngvakeppni framhaldsskólana 1997). Svo er hún Ágústa Eva bara hörkusöngkona og betri en margir af söngvurnum sem sungu í þessari undankeppni Eurovision.

Bara spurning hvort hægt sé að þýða textann hennar á meiri ensku en hann er þegar fyrir. 🙂

Next Newer Entries