Bíbb, bíbb

 Þetta myndband er í tilefni þess að nú flauta allir bílar í miðbænum. Hitt er svo látið ósagt hvort þetta myndband sé sett hér til stuðnings þessum látum í miðbænum.

Auglýsingar

Margt að sjá

Til þess að eitthvað gerist á þessu bloggi, þá ætla ég að tengja á þrjú myndbönd.

Sarah Silverman er amerískur grínisti og er þekkt fyrir frekar grófan húmor sinn. Kærastinn hennar er Jimmy Kimmel sem er spjallþáttastjórnandi.

Sarah sendi Jimmy þetta myndband sem hann sýndi í þættinum sínum – augljóslega.

Jimmy notaði tækifærið og sendi Söruh tóninn í þessu myndbandi.

Og hérna er svo spoof video. Ykkur til upplýsingar, þá er Seth Rogen er gaurinn úr Knocked Up sem var líka í The 40 Year Old Virgin og Undeclared og Freaks and Geeks fyrir þá sem sáu þá þætti. Skrifaði líka Superbad sem ég er ennþá ekki búin að sjá en langar til að sjá.

I can haz gud engleesh?

Ég hef nú ekkert verið að slíta út þessu bloggi undanfarið en það eru svo sem góðar ástæður fyrir því.

En ég ætlaði heldur ekki að láta þetta lognast út af svo ég fór að reyna láta mér detta eitthvað í hug til að skrifa um. Það er margt sem brennur á þjóðarsálinni um þessar mundir en flest af því eitthvað sem ég nenni ekki að tala um í bili. Mér gæti svo sem dottið í hug að skrifa eina færslu eða svo um femínisma en ekki verður það núna.

Það er hinsvegar eitt sem ég hef ætlað að tala um í nokkurn tíma og var minnt á það á laugardagskvöldið. Var á ferðinni, held ég að koma frá því að keyra mömmu í jólahlaðborð. Það er ekki í frásögur færandi nema að lagið Perfect Day með Lou Reed heyrist í útvarpinu. Mér finnst Perfect Day frekar gott lag og hefur fundist það frá því að ég heyrði það í Trainspotting hérna fyrir meira en tíu árum. Sem minnti mig á fólkið sem vill endilega fá lagið flutt í brúðkaupi sínu. Þó svo að það megi túlka textann á marga vegu, er ekki hægt að afneita tengingunni við heróínneyslu – eitthvað sem fæstir myndu vilja tengja við brúðkaupið sitt. En sem sagt þessi einfeldni leiddi mig út í hugsanir um aðra einfeldni.

Í Baugsmálinu var sífellt verið að vísa í fundargerðir stjórnar Baugs sem voru á ensku og ég vona að ég hljómi ekki hrokafull þegar ég segi að þeir voru ekkert að springa úr orðaforða svo að segja. Ekki vitlaust mál þannig lagað en maður þurfti nú varla að hafa náð samræmda prófinu í ensku til að geta lesið þessar fundargerðir. Hafandi þetta í huga og ýmislegt annað, meðal annars hversu mikið ég hef orðið að hafa fyrir minni enskukunnáttu, þá hefur mér fundist umræða um að taka upp sem aðalmál innan ákveðinna fyrirtækja pínulítið barnaskapur. Nú efa ég ekki að margir starfsmenn þessara fyrirtækja séu bara ágætt enskufólk sem fari létt með að brúka ensku dags-daglega. En ég get ekki ímyndað mér að þannig sé farið með alla starfmennina. Það er örugglega einhverjir þarna sem eiga að skrifa tölvupósta eða annan texta og láta eitthvað svona frá sér fara: „Since 5 weeks ago, opportunity’s are less then befour.“ OK, villupúkinn myndi kannski grípa befour þar sem það er vitlaus starfsetning en „Since … ago“ er ekki neitt sem villupúkinn myndi pikka upp á en er vitlaust þar sem það nægir að nota annað. „opportunity’s“ er eignarfallið, ekki fleirtalan sem myndi vera „opportunities“. Komman kemur fleirtölu ekkert við nema orðið sem stendur í fleirtölu, sé einnig í eignarfalli og þá yrði það svona „opportunities'“. Less er náttúrulega bara vitlaust og ætti að vera „fewer“ og „then“ er notað á sama hátt og forsetningarnar þá og þegar. Í staðinn ætti að standa „than“. Befour var svona til að minna á að það er erfitt að stafsetja á ensku vegna þess að það getur munað miklu milli þess hvernig orðið er borið fram og hvernig það er skrifað.

Svo var setningin í sjálfu sér kolröng.

En kannski eru bankarnir og önnur fyrirtæki vilja taka upp enskuna, með góða enskukennslu. Hvað veit ég?

Ha? Nei, ég er ekki að fara yfir um.

Tek hér við uppástungum um hvað ég á að gera þegar ég verð búin að skrifa upp síðustu yfirheyrsluna úr Baugsmálinu í næstu viku. Hvað lætur ykkur líða eins og belju sem hefur verið sleppt úr að vori?

Enn fremur finnst mér rétt að benda á  musicovery.com. Bara snilld.

Því miður gefst ekki tími til að segja frá fleiru í þetta skiptið.

Súrt regn

Er ekki ágætt að miða við að uppfæra þetta blogg svona á mánaðarfresti?

Reyndar var ég með færslu í smíðum í þó nokkurn tíma um klám en svo var sú tugga of tuggin jafnvel fyrir mig svo ég hlífi ykkur fyrir því.

En hvað er með þennan enska texta að nýja júróvisjón laginu? „A passion killed by acid rain, a roller coaster in my brain“ og svo eitthvað sem hljómar eins og „rock’n’ roll will heal your soul, while broken hearts will suck on trolls.“ Nokkuð viss um að ég er ekki að heyra seinasta partinn þarna rétt (ég vil ekki trúa því að það sé „suck on trolls“ en það er það sem ég heyri) en kannski ættu júróvísjóntextar bara að vera svona efni í kissthisguy vitleysu.

Kannski verður „A passion killed by acid rain, a roller coaster in my brain“ bara á sama stalli og „Lorraine in the rain“ (Búlgaría 2005).

Hinsvegar geta júróvísjónlög orðið klassík eins og þetta hérna að neðan:

Hreint rokk

Ég veit ekki með ykkur en ég er orðin geðveikt spennt fyrir Rockstar Supernova. Á meðan ég fíla allar Idol-keppnirnar ágætlega, þá verð ég að segja að það er gaman að sjá svona seasoned performers eins og maður sér í Rockstar Supernova. Og kannski er það líka vegna þess að það er oftar sem mér finnst lögin sjálf góð í Rockstar en í Idol.

Svo er þjóðarstoltið farið að segja til sín. Magni kallinn stendur sig alveg frábærlega. Miklu betur en mér hefði nokkurn tímann dottið í hug. Það hefur líklegast mest með það að gera að mér finnst sveitaballatónlist leiðinleg og því aldrei hlusta á Á Móti Sól. Ekki það að þar sem ég var að horfa á Rockstar Supernova á YouTube (nenni nú ekki að fara að vaka eftir þessu en vill samt sjá það áður en endursýningin er daginn eftir), þá tjékkaði ég á einu myndbandi með Á Móti Sól. Vá, maður. Magna leiddist svo augljóslega að vera syngja þetta popprokk. Það er ekkert skrýtið að maður hafi bara ekki áttað sig á að hann er geðveikt hæfileikaríkur.

Og svo getur hann eitt sem alls ekki margir Íslendingar geta. Hann getur sungið á ensku og náð réttum áherslum. Þeir sem hafa séð íslenska Idolið kannast væntanlega við þegar íslenska áherslan brýst í gegn og gerir lagið ekki alveg jafn fullkomið fyrir vikið.

Syng minn söng

Það er gott að vita að það nennir einhver að lesa þetta.

Kannski er það þess vegna sem ég ætla að taka upp léttara hjal en í seinustu færslu.

Það eru blessuðu söngkeppnirnar sem eru núna aðalmálið.

Verð að segja að ég er miklu meira spennt fyrir Idolinu en Eurovision. Hef sterkari skoðanir og það allt. Eftir tvo fyrstu Smáralindarþættina, hélt ég að íslenska þjóðin væri búin að missa vitið með að greiða ekki nóg atkvæði með Margréti og Angelu til að halda þeim inni í keppninni.

Ég viðurkenni það strax að mér finnist Ragnheiður Sara vera best, þó svo það megi segja að Elfa hafi verið best í seinasta þætti en Ragnheiður Sara hef svo langsamlegasta bestu tæknina og svo hefur hún gullfallega rödd. Ekki það þau níu sem eru eftir eiga það eiginlega öll skilið að vera þarna. Þó svo Eiríkur sé líklegast sísti söngvarinn af þeim, þá gerir hann eins vel og hann getur og það ber svo sannaralega að virða það.

Akkurat núna eru mestu vonbrigðin skipuleggjendur keppnirnar með þemavalið. Hvað er í gangi að setja diskóþemað strax á eftir hippaþemanu og svo fæðingarársþemanu? Plús veit ég ekki alveg hvað Idol-skipuleggjendurnir hér (og úti) eru að yfirleitt að pæla með þessu diskóþema? Sé einhver tónlist búin til í stúdíói, þá er það diskó með öllum hljóðblöndunum og ofanítekningunum í trökkin og það allt. Plús ef þetta á að hljóma eitthvað skárr en karaoke live, þá þarf live band, ekki bara playback.

Persónulega hefði ég viljað sjá einhvers konar íslenskt þema næst. Þau þurfa að fara syngja íslensk lög. Búin að fá nóg af lélegum framburði og því öllu.

Hvað varðar Eurovision, þá læt ég þá keppni í léttu rúmi liggja. Það eru bara tvö lög í keppninni sem eru eitthvað yfir meðalmennsku hvað varðar svona alvöru tónsmíðar og það eru lögin sem Trausti Bjarnason samdi og Regína Ósk og Guðrún Árný sungu. Kannski að því að þau lög reyndu á þær stórgóðu söngkonur. Það er nefnilega svolítið annað að heyra í söngkonum sem þeim sem hafa raddir sem spanna stórt tónsvið og svo raddlausa grepið hana Birgittu Haukdal. Hún er sjarmerandi, ég gef henni það en hún væri engan veginn fræg ef hún venjulega væri ekki að flytja lög eftir snillinginn hann Vigga í Írafár.

Þetta sagt, þá eiginlega held ég með Silvíu Nótt þó svo ég hafi venjulega ekki haft það mikinn húmor fyrir henni. En í eins kitsch keppni og Eurovision, virkar bara stórvel að hafa fyndið atriði. Ég meina, það muna allir eftir Guido hinum þýska og svo Austurríkismanninum sem hafði pappahljómsveit á sviðinu. Silvía Nótt er flottara atriði en þeir tveir, með sitt gervi og svo dansarana. Björn Thors er sko vanur að dansa í vinningsatriðum í söngvakeppnum (dansaði þegar MH vann söngvakeppni framhaldsskólana 1997). Svo er hún Ágústa Eva bara hörkusöngkona og betri en margir af söngvurnum sem sungu í þessari undankeppni Eurovision.

Bara spurning hvort hægt sé að þýða textann hennar á meiri ensku en hann er þegar fyrir. 🙂