Ættarmótið 2008
Just driving around

Originally uploaded by ingathora23

Sá eitthvern auglýsingasnepil í dag þar sem stóð eitthvað á þá leið: „Aðalvinningur: PS3 Talva.“ Það tók mig langan tíma að átta mig hvaða fyrirbæri talva væri.

Hvað um það, ég mætti á ættarmót um helgina. Reyndar ekki fyrr en á laugardeginum þar sem að ég var á seinustu vaktinni í Héraðsdómi Reykjavíkur. Allt fór þetta vel fram nema þegar fjölskyldan ákvað að láta göngutúr verða að lögreglumáli eftir að hún móðir mín lenti í því að hestur felldi hana um koll. Þrátt fyrir brotna tönn og laskað hné, lætur hún ekki illa af sér. Ég vona líka að Sædís líti ekki lengur út eins og Huggy Ragnarsson en hún datt af hestbaki og fékk högg á efri vörina svo að hún leit út fyrir að hafa brugðið sér í varafyllingu.

Að venju tók ég myndir sem má finna hér meðal annars.

Og að lokum er hér til hliðar myndband af Hauki Þór ökusnillingi.

Auglýsingar

I can haz gud engleesh?

Ég hef nú ekkert verið að slíta út þessu bloggi undanfarið en það eru svo sem góðar ástæður fyrir því.

En ég ætlaði heldur ekki að láta þetta lognast út af svo ég fór að reyna láta mér detta eitthvað í hug til að skrifa um. Það er margt sem brennur á þjóðarsálinni um þessar mundir en flest af því eitthvað sem ég nenni ekki að tala um í bili. Mér gæti svo sem dottið í hug að skrifa eina færslu eða svo um femínisma en ekki verður það núna.

Það er hinsvegar eitt sem ég hef ætlað að tala um í nokkurn tíma og var minnt á það á laugardagskvöldið. Var á ferðinni, held ég að koma frá því að keyra mömmu í jólahlaðborð. Það er ekki í frásögur færandi nema að lagið Perfect Day með Lou Reed heyrist í útvarpinu. Mér finnst Perfect Day frekar gott lag og hefur fundist það frá því að ég heyrði það í Trainspotting hérna fyrir meira en tíu árum. Sem minnti mig á fólkið sem vill endilega fá lagið flutt í brúðkaupi sínu. Þó svo að það megi túlka textann á marga vegu, er ekki hægt að afneita tengingunni við heróínneyslu – eitthvað sem fæstir myndu vilja tengja við brúðkaupið sitt. En sem sagt þessi einfeldni leiddi mig út í hugsanir um aðra einfeldni.

Í Baugsmálinu var sífellt verið að vísa í fundargerðir stjórnar Baugs sem voru á ensku og ég vona að ég hljómi ekki hrokafull þegar ég segi að þeir voru ekkert að springa úr orðaforða svo að segja. Ekki vitlaust mál þannig lagað en maður þurfti nú varla að hafa náð samræmda prófinu í ensku til að geta lesið þessar fundargerðir. Hafandi þetta í huga og ýmislegt annað, meðal annars hversu mikið ég hef orðið að hafa fyrir minni enskukunnáttu, þá hefur mér fundist umræða um að taka upp sem aðalmál innan ákveðinna fyrirtækja pínulítið barnaskapur. Nú efa ég ekki að margir starfsmenn þessara fyrirtækja séu bara ágætt enskufólk sem fari létt með að brúka ensku dags-daglega. En ég get ekki ímyndað mér að þannig sé farið með alla starfmennina. Það er örugglega einhverjir þarna sem eiga að skrifa tölvupósta eða annan texta og láta eitthvað svona frá sér fara: „Since 5 weeks ago, opportunity’s are less then befour.“ OK, villupúkinn myndi kannski grípa befour þar sem það er vitlaus starfsetning en „Since … ago“ er ekki neitt sem villupúkinn myndi pikka upp á en er vitlaust þar sem það nægir að nota annað. „opportunity’s“ er eignarfallið, ekki fleirtalan sem myndi vera „opportunities“. Komman kemur fleirtölu ekkert við nema orðið sem stendur í fleirtölu, sé einnig í eignarfalli og þá yrði það svona „opportunities'“. Less er náttúrulega bara vitlaust og ætti að vera „fewer“ og „then“ er notað á sama hátt og forsetningarnar þá og þegar. Í staðinn ætti að standa „than“. Befour var svona til að minna á að það er erfitt að stafsetja á ensku vegna þess að það getur munað miklu milli þess hvernig orðið er borið fram og hvernig það er skrifað.

Svo var setningin í sjálfu sér kolröng.

En kannski eru bankarnir og önnur fyrirtæki vilja taka upp enskuna, með góða enskukennslu. Hvað veit ég?